ACRO er óháð verðbréfafyrirtæki með áratugareynslu
og víðtæka þekkingu á markaðsviðskiptum,
miðlun verðbréfa og eignastýringu.

ACRO er óháð verðbréfafyrirtæki með áratugareynslu
og víðtæka þekkingu á markaðsviðskiptum,
miðlun verðbréfa og eignastýringu.

Reitir fasteignafélag hf. hefur lokið við stækkun á skuldabréfaflokknum REITIR150534 sem gefinn er út undir útgáfuramma félagsins.

Um ACRO

ACRO verðbréf hf. er óháð verðbréfafyrirtæki sem þjónar bæði innlendum og erlendum viðskiptavinum á sviði markaðsviðskipta og eignastýringar. Félagið var stofnað árið 1994 og hefur verið aðili að Kauphöll Íslands, Nasdaq Iceland, frá árinu 1997. ACRO verðbréf annast miðlun innlendra og erlendra verðbréfa, jafnt skráðra sem óskráðra, ásamt því að aðstoða viðskiptavini við fjármögnun verkefna með útgáfu skuldabréfa eða hlutabréfa. Félagið býður upp á eignastýringarþjónustu og fjárfestingaráðgjöf en hefur auk þess sérhæft sig í miðlun fjárfestinga í erlendum verðbréfasjóðum. Viðskiptavinir félagsins spanna allt frá sparifjáreigendum til stærri fjárfesta, s.s. stofnanafjárfesta, en þorri starfseminnar felst í þjónustu við stofnana- og fagfjárfesta.

Um starfsleyfi félagsins

ACRO verðbréf hóf starfsemi undir nafninu Íslenskir fjárfestar hf. árið 1994 sem verðbréfamiðlun en félagið starfar í dag sem verðbréfafyrirtæki samkvæmt heimild og undir eftirliti Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. Félagið fékk starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki árið 2016 og auknar starfsheimildir í júní 2021. Starfsleyfi félagsins tekur til móttöku og miðlunar fyrirmæla frá viðskiptavinum um einn eða fleiri fjármálagerninga, framkvæmdar fyrirmæla fyrir hönd viðskiptavina, eignastýringar, fjárfestingarráðgjafar og umsjónar með útboði fjármálagerninga án sölutryggingar og töku verðbréfa til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði, sbr. a- til d- og f-lið 6. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Þá hefur félagið heimild til að veita viðbótarþjónustu vegna vörslu og umsýslu í tengslum við einn eða fleiri fjármálagerninga fyrir reikning viðskiptavinar, þ.m.t. vörslu fjármálagerninga og tengdrar þjónustu, svo sem vegna fjármuna eða trygginga og gjaldeyrisþjónustu ef umrædd viðskipti eru liður í fjárfestingarþjónustu, sbr. a- og e-lið, 2. tölul. 1. mgr. 25. gr. sömu laga.