Acro appið er aðgengilegt einstaklingum sem vilja stunda viðskipti með hlutabréf í Kauphöll Íslands hjá Acro verðbréfum. Í appinu getur þú átt viðskipti með einföldum hætti og fylgst með eignasafni þínu og markaðsgögnum í rauntíma.

Í Acro appinu færð þú rauntímastöðu á eignasafni þínu miðað við nýjustu viðskipti í Kauphöllinni og getur fylgst með stöðu þinni hvar og hvenær sem er.

 • Virði eignasafnsins og upplýsingar um óinnleysta ávöxtun uppfærast innan dagsins
 • Línurit sem sýnir sögulega ávöxtun á eignasafni þínu á gefnum tímabilum
 • Upplýsingar um fjárfestingar þínar í einstökum félögum
 • Upplýsingar um innstæðu á bankabók og kaupmátt þinn á hverjum tíma

Pantanir og viðskipti

Í Acro appinu getur þú átt viðskipti með hlutabréf í Kauphöll Íslands með einföldum hætti og hefur alltaf við höndina yfirlit yfir þínar pantanir og viðskiptasögu.

 • Möguleiki á að leggja fram verðpantanir og markaðspantanir
 • Einfalt að leggja fram pantanir fyrir ákveðna fjárhæð eða fjölda hlutabréfa
 • Einfalt að eyða pöntunum sem ekki hafa orðið að viðskiptum
 • Kaup- og söluverð áætluð miðað við markaðsaðstæður hverju sinni áður en pöntun er lögð fram

 

Markaðurinn

Í Acro appinu færð þú rauntímaaðgang að markaðsupplýsingum um hlutabréf í Kauphöll Íslands. Þú hefur aðgang að tilboðsbókum og helstu viðskiptaupplýsingum um leið og viðskipti eiga sér stað.

 • Síðustu verð á markaði, veltutölur og verðbreytingar í rauntíma
 • Línurit yfir gengisþróun hlutabréfa á gefnum tímabilum
 • Upplýsingar um þína fjárfestingu í hverju og einu félagi
 • Aðgangur að tilboðsbókum allra félaga í Kauphöllinni

Spurt og svarað

Acro appið er fyrir einstaklinga sem vilja stunda viðskipti með hlutabréf í Kauphöll Íslands hjá Acro verðbréfum.

Acro appið er aðgengilegt í App Store og Play Store

Þú skráir þig inn með rafrænum skilríkjum. Þegar þú skráir þig í fyrsta skipti þarftu að fara gegnum áreiðanleikakönnun og undirrita viðskiptaskilmála Acro verðbréfa í Acro appinu, en eftir það getur þú notað pin-númer eða andlitsskanna til að opna Acro appið.

Þú getur fylgst með eignasafni þínu í rauntíma, átt viðskipti með hlutabréf í Kauphöll Íslands og séð hvernig markaðsaðstæður þróast á hverjum og einum tíma.

Acro appið virkar fyrir einstaklinga sem eiga rafræn skilríki.

Það kostar ekkert að hlaða niður Acro appinu né að opna reikning hjá Acro verðbréfum gegnum appið. Að öðru leiti bendum við á gjaldskrána okkar sem nálgast má á heimasíðu okkar hér