Markaðsviðskipti ACRO annast greiningu og miðlun innlendra og erlendra verðbréfa, jafnt skráðra sem óskráðra auk þess að veita gjaldeyrisþjónustu.

ACRO verðbréf hafa verið aðilar að Kauphöll Íslands, Nasdaq Iceland frá árinu 1997. Félagið þjónustar viðskiptavini sína við öflun fjármagns á markaði, m.a. með útgáfu hluta- og skuldabréfa. Sérfræðingar markaðsviðskipta veita persónulega og óháða þjónustu með langtímahagsmuni viðskiptavina að leiðarljósi.
ACRO verðbréf bjóða viðskiptavinum sínum vörsluþjónustu samkvæmt gjaldskrá.