Eignastýring ACRO veitir viðskiptavinum sínum persónulega og óháða þjónustu á sviði eignastýringar með langtímahagsmuni þeirra að leiðarljósi.

ACRO verðbréf leggja áherslu á að skilja og meta markmið viðskiptavina í fjárfestingum og vinna með viðskiptavinum að langtímaárangri. Félagið hefur sérhæft sig í miðlun fjárfestinga í erlendum verðbréfa- og framtakssjóðum í samstarfi við trausta erlenda aðila. Sérfræðingar eignarstýringar hafa áralanga og sértæka þekkingu á fjárfestingum hér heima og erlendis.
ACRO verðbréf hafa ríkan skilning á mikilvægi þess að fjárfestingar séu óháðar og til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra hefur félagið sett sér ítarlegar starfsreglur og verkferla, m.a. um hagsmunaárekstra og aðskilnað starfssviða. Félagið stundar ekki viðskipti fyrir eigin reikning og rekur ekki eigin sjóði.

Skólavörðustígur 25
101 Reykjavík, Ísland

acro@acro.is
+354 532 8000

© 2021 Acro verðbréf hf.
All rights reserved.