Kæri viðskiptavinur,
Við viljum vekja athygli þína á því ACRO verbréfum hf. hefur verið veitt heimild til að varðveita fjármálagerninga á safnreikningi, sbr. 42. gr. laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga og reglugerð nr. 706/2008 um safnskráningu og varðveislu fjármálagerninga á safnreikningi. Samkvæmt 1. mgr. 42. laga nr. 115/2021 getur fjármálafyrirtæki, sem heimilt er að varðveita fjármálagerninga í eigu viðskiptavina sinna, sótt um heimild til að mega varðveita þá á sérstökum reikningi (safnreikningi) og taka við greiðslum fyrir hönd viðskiptavina sinna frá einstökum útgefendum fjármálagerninga, enda hafi fjármálafyrirtækið gert viðskiptavini grein fyrir réttaráhrifum þess og hann veitt samþykki sitt. Fjármálafyrirtæki ber að halda skrá yfir hlut hvers viðskiptavinar fyrir sig samkvæmt greininni.
Sömuleiðis er athygli þín vakin á því að á heimasíðu ACRO verðbréfa hf. hafa verið birtir uppfærðir Viðskiptaskilmálar fjárfestingarþjónustu, sem gilda almennt um fjárfestingarþjónustu og fjárfestingarstarfsemi sem félagið veitir. Til fjárfestingarþjónustu og fjárfestingarstarfsemi sem félagið veitir í þeim skilningi telst m.a. móttaka og miðlun fyrirmæla frá viðskiptavini um einn eða fleiri fjármálagerninga, framkvæmd fyrirmæla fyrir hönd viðskiptavinar, fjárfestingarráðgjöf, eignarstýring og önnur fjárfestingarþjónusta, fjárfestingarstarfsemi og viðbótarþjónusta sem falla undir starfsleyfi félagsins á hverjum tíma, sbr. 1. og 2. mgr. 5. gr. laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga. Hinir uppfærðu Viðskiptaskilmálar fjárfestingarþjónustu taka gildi frá og með deginum í dag. Auk viðskiptaskilmála fjárfestingarþjónustu gilda, eftir atvikum, ákvæði samninga, sértækra skilmála og reglna um einstakar vörur eða fjárfestingarþjónustu.
Núverandi viðskiptavinir ACRO verðbréfa hf. teljast hafa samþykkt hina nýju skilmála haldi þeir áfram viðskiptum við félagið eftir gildistöku þeirra. Hægt er að óska eftir frekari upplýsingum um framangreinda skilmála með því að hafa samband á netfangið acro@acro.is
Viðskiptavinir eru hvattir til að kynna sér efni skilmálanna, sem hægt er að nálgast hér.