Sjálfbærni og UFS uppgjör

ACRO verðbréf eru meðvitað um þá undirliggjandi breytingu sem er að eiga sér stað áheimsvísu þegar kemur að sjálfbærni. Meðvitund og skilningur á orsökum og afleiðingum loftslagsbreytinga og annarra þátta á náttúru og samfélög eykst hratt, ásamt aukinni meðvitund um mikilvægi sjálfbærni. Félagið fylgist grannt með þróun á fjármálamörkuðum, t.d. aukningu á sjálfbærum fjármálaafurðum og hlutverki þeirra í að beina fjármagni í verkefni sem ætlað er að stuðla að aukinni sjálfbærni.
 
Félagið vill taka þátt í og stuðla að aukinni meðvitund um sjálfbærni og sjálfbær fjármál með aukinni upplýsingagjöf. Nálgun félagsins og sjálfbærni uppgjör, sem fer hér á eftir, hefur verið aðlöguð að stærð og umfangi þess með áhættu- og mikilvægisgreiningu. Þá hefur félagið til staðar ýmsar stefnur og reglur um sjálfbærnimál, s.s. stjórnarháttayfirlýsingu,starfskjarastefnu, reglur um meðferð upplýsinga um viðskiptamenn, öryggis- og persónuverndarstefnu, reglur ummeðferð kvartana og ábendinga, sem finna má hér að ofan.