Hannes er framkvæmdastjóri ACRO verðbréfa. Hann hefur víðtæka reynslu úr fjármálageiranum og hefur starfað við áhættustýringu og markaðsviðskipti, með áherslu á afleiðu- og skuldabréfamiðlun, frá árinu 2005. Hannes leiddi skuldabréfamiðlun hjá Fossum mörkuðum áður en hann gekk til liðs við okkur árið 2017. Þar áður starfaði hann hjá Straumi fjárfestingabanka, Arion banka og forverum hans. Hannes er löggiltur verðbréfamiðlari, með B.Sc.-gráðu í stærðfræði og M.Sc.-gráðu í fjármálaverkfræði frá Háskóla Íslands.
Gunnar er forstöðumaður markaðsviðskipta ACRO verðbréfa. Gunnar gekk til liðs við okkur árið 2018 eftir þriggja ára starf hjá Fossum mörkuðum þar sem hann gegndi lykilhlutverki við uppbyggingu fyrirtækisins. Gunnar hóf störf í fjármálageiranum árið 2004 í einkabankaþjónustu Kaupþings og hefur síðan starfað við markaðsviðskipti með áherslu á hlutabréfamiðlun hjá Íslandsbanka, Straumi fjárfestingabanka og Fossum mörkuðum. Gunnar er löggiltur verðbréfamiðlari, með B.Sc.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og M.Sc.-gráðu í fjármálum og alþjóðaviðskiptum frá Árósarháskóla í Danmörku.
Jónas gekk til liðs við okkur síðla árs 2018 eftir tveggja ára starf hjá Íslenskum verðbréfum. Jónas hóf störf í fjármálageiranum árið 1999 og hefur víðtæka reynslu úr einkabankaþjónustu og eigin viðskiptum. Jónas starfaði lengst af hjá Íslandsbanka en starfaði jafnframt hjá Kaupþingi um nokkura ára skeið. Jónas er löggiltur verðbréfamiðlari og með B.Sc.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík.
Tómas er forstöðumaður eignastýringar ACRO verðbréfa. Tómas tók til starfa hjá okkur árið 2018 eftir fimm ára starf hjá Stefni þar sem hann var sjóðsstjóri. Tómas hóf störf í fjármálageiranum árið 2006 og hefur starfað við sjóðastýringu, eignastýringu og markaðsviðskipti á þeim tíma, m.a. hjá UBS International í New York og Landsbankanum. Tómas er löggiltur verðbréfamiðlari og með B.Sc.-gráðu í Iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands.
Þorbjörn Atli gekk til liðs við okkur árið 2018 eftir þriggja ára starf hjá Fossum mörkuðum þar sem hann gegndi lykilhlutverki við uppbyggingu fyrirtækisins. Þorbjörn Atli hóf störf í fjármálageiranum árið 2007 í greiningardeild Kaupþings, síðar Arion Banka, og starfaði þar til ársins 2013. Frá þeim tíma hefur Þorbjörn Atli starfað á sviði markaðsviðskipta, m.a. fyrir Straum fjárfestingabanka. Þorbjörn Atli er löggiltur verðbréfamiðlari og með B.A.-gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands.
Sigurkarl gekk til liðs við okkur árið 2019 og starfaði hjá okkur samhliða háskólanámi. Sigurkarl er löggiltur verðbréfamiðlari og með B.Sc-gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands.
Birgir Leifur hóf störf hjá okkur í byrjun árs 2021. Birgir Leifur er fyrrverandi atvinnukylfingur á European tour og sjöfaldur Íslandsmeistari í golfi. Samhliða atvinnumennsku sinnti Birgir Leifur starfi sem markaðs- og viðburðarstjóri Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar og var íþróttastjóri Golfklúbbsins Leynis á Akranesi. Birgir Leifur útskrifaðist árið 2012 sem PGA-golfkennari. Birgir Leifur er löggiltur verðbréfamiðlari og með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.
Bjarki hóf störf hjá okkur í ágúst 2022. Bjarki hefur yfir 15 ára reynslu á fjármálamarkaði og hefur starfað í eignastýringu, sjóðastýringu og á fyrirtækjasviði.Lengst af starfaði Bjarki hjá Arion banka og forverum hans en einnig hjá Stefni hf. og Virðingu hf. um tíma. Bjarki er löggiltur verðbréfamiðlari, með B.Sc. í iðnaðarverkfræði og M.Sc. í fjármálum og fjárfestingum frá Háskólanum í Edinborg.
Kristný hóf störf hjá okkur vorið 2022, þar áður var hún í starfsnámi hjá Fossum mörkuðum og starfaði í húsnæðislánadeild Íslandsbanka. Kristný er með B.Sc. gráðu í fjármálaverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík.
Björn Öder gekk til liðs við okkur árið 2023 eftir fimm ára starf hjá Arctica Finance þar sem hann starfaði sem sérfræðingur í markaðsviðskiptum. Björn Öder hóf störf í fjármálageiranum árið 2015 hjá Borgun hf. og starfaði þar til ársins 2018. Björn Öder er löggiltur verðbréfamiðlari, með B.Sc.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og M.Fin.-gráðu í fjármálum frá sama skóla.
Þórdís Erla gekk til liðs við okkur í nóvember 2022. Hún hóf störf á fjármálamarkaði árið 2017 í eignastýringu Landsbankans en starfaði síðar sem hlutabréfamiðlari í verðbréfamiðlun Íslandsbanka og sem greinandi í fyrirtækjaráðgjöf bankans. Þórdís Erla er löggiltur verðbréfamiðlari og með B.Sc. gráðu í MCF gráðu í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík.
Hilmir hóf störf hjá okkur vorið 2023 sem sumarstarfsmaður eftir að hafa unnið lokaverkefni sitt í Háskólanum í Reykjavík fyrir okkur. Hilmir er með B.Sc-gráðu í Fjármálaverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og stundar nám við sama skóla til að öðlast réttindi sem löggiltur verðbréfamiðlari.
Stefán gekk til liðs við okkur í febrúar 2024 eftir sex ára starf í eignastýringu hjá Birtu lífeyrissjóði. Stefán hóf störf á fjármálamarkaði árið 2016 hjá Stöfum lífeyrissjóði. Stefán er löggiltur verðbréfamiðlari, með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði og B.Sc. gráðu í stærðfræði frá Háskóla Íslands og er CFA handhafi.
Styr höf störf hjá okkur í febrúar 2024. Styr er með B.Sc. gráðu í fjármálaverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og stundar þar nám til að öðlast verðbréfaréttindi.
Skólavörðustígur 25
101 Reykjavík, Ísland
acro@acro.is
+354 532 8000
© 2021 Acro verðbréf hf.
All rights reserved.
Cookie | Duration | Description |
---|---|---|
cookielawinfo-checkbox-analytics | 11 months | This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Analytics". |
cookielawinfo-checkbox-functional | 11 months | The cookie is set by GDPR cookie consent to record the user consent for the cookies in the category "Functional". |
cookielawinfo-checkbox-necessary | 11 months | This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookies is used to store the user consent for the cookies in the category "Necessary". |
cookielawinfo-checkbox-others | 11 months | This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Other. |
cookielawinfo-checkbox-performance | 11 months | This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Performance". |
viewed_cookie_policy | 11 months | The cookie is set by the GDPR Cookie Consent plugin and is used to store whether or not user has consented to the use of cookies. It does not store any personal data. |