Heimar hf. hefur lokið við stækkun á skuldabréfaflokknum HEIMAR50 GB sem gefinn er út undir útgáfuramma félagsins.
Skuldabréfaflokkurinn HEIMAR50 GB er verðtryggður skuldabréfaflokkur sem er veðtryggður með almennu tryggingafyrirkomulagi félagsins.
Seld voru skuldabréf að nafnverði 2.000 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 3,67% og verður heildarstærð flokksins því í kjölfar stækkunar 14.420 m.kr.
ACRO verðbréf hf. höfðu umsjón með sölu skuldabréfanna og töku þeirra til viðskipta á aðalmarkaði Nasdaq Iceland.
Við óskum Heimum hf. til hamingju með vel heppnaða stækkun skuldabréfaflokksins.
Hér má sjá tilkynningu félagsins sem birt var í kauphöll.