Nýir starfsmenn
Tveir nýir starfsmenn, þeir Stefán Birgisson og Styr Orrason, hafa gengið til liðs við markaðsviðskipti ACRO verðbréfa.
Stefán Birgisson hóf störf á fjármálamarkaði árið 2016 hjá Stöfum lífeyrissjóðir, forvera Birtu lífeyrissjóðs, og starfaði þar við eignastýringu þar til hann gekk til liðs við ACRO verðbréf. Stefán er löggiltur verðbréfamiðlari, með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði og B.Sc. gráðu í stærðfræði frá Háskóla Íslands og er CFA handhafi.
Styr Orrason lauk B.Sc. prófi í fjármálaverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2023 og stundar þar nám til að öðlast verðbréfaréttindi.