ACRO gefur út verðbréfaapp með rauntímagögnum

Acro hefur gefið út nýtt verðbréfaapp með aðgang að rauntímagögnum í Kauphöll Íslands. ACRO appið er aðgengilegt í AppStore og PlayStore.

Hannes Árdal, framkvæmdastjóri ACRO: „Við hjá ACRO erum virkilega stolt að kynna fyrsta verðbréfaappið sem býður uppá aðgang að rauntímagögnum í Kauphöll Íslands fyrir alla íslenska fjárfesta.“

Í ACRO appinu geta viðskiptavinir ACRO átt viðskipti með hlutabréf í Kauphöll Íslands með einföldum hætti og hafa alltaf við höndina yfirlit yfir sínar pantanir og viðskiptasögu.

Í ACRO appinu fá viðskiptavinir rauntímaaðgang að markaðsupplýsingum um hlutabréf í Kauphöll Íslands. Viðskiptavinir hafa aðgang að tilboðsbókum og helstu viðskiptaupplýsingum um leið og viðskipti eiga sér stað.

ACRO appið er aðgengilegt einstaklingum sem vilja stunda viðskipti með hlutabréf í Kauphöll Íslands hjá ACRO verðbréfum. Í appinu geta viðskiptavinir átt viðskipti með einföldum hætti og fylgst með eignasafni sínu og markaðs gögnum í rauntíma.