Tveir nýir starfsmenn, þeir Björn Öder Ólason og Hilmir Hlér Hannesson, hafa gengið til liðs við markaðsviðskipti ACRO verðbréfa.
Björn Öder Ólason hóf störf í fjármálageiranum árið 2015 hjá Borgun hf. og starfaði þar til ársins 2018 þegar hann hóf störf sem verðbréfamiðlari hjá Arctica Finance hf. Björn Öder er löggiltur verðbréfamiðlari, með B.Sc.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og M.Fin.-gráðu í fjármálum frá sama skóla.
Hilmir Hlér Hannesson vann lokaverkefni sitt í Háskólanum í Reykjavík fyrir Acro verðbréf á árinu 2023. Hilmir er með B.Sc-gráðu í Fjármálaverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og stundar nám við sama skóla til að öðlast réttindi sem löggiltur verðbréfamiðlari.