Nýir starfsmenn

Tveir nýir starfsmenn hafa gengið til liðs við ACRO verðbréf. Bjarki Hvannberg hefur verið ráðinn í eignastýringu og Þórdís Erla Magnúsdóttir í markaðsviðskipti.

Bjarki Hvannberg hefur starfað nær samfleytt á fjármálamarkaði frá árinu 2004, fyrst í eigna- og sjóðastýringu hjá Arion banka hf., Stefni hf. og Virðingu hf. á árunum 2004-2017 og síðan á fyrirtækjasviði Arion banka á árunum 2017-2022. Bjarki er útskrifaður með B.Sc. í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. í fjármálum og fjárfestingum frá Edinborgarháskóla. Þá er hann löggiltur verðbréfamiðlari.

Þórdís Erla Magnúsdóttir hóf störf á fjármálamarkaði 2017 í eignastýringu Landsbanka Íslands og tók síðar til starfa hjá Íslandsbanka í verðbréfamiðlun og greiningum. Þórdís er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði ásamt því að stunda meistaranám í fjármálum fyrirtækja í Háskólanum í Reykjavík. Þórdís er löggiltur verðbréfamiðlari.